29. nóvember 2014

Perlað snjókorn

Ég verð nú að viðurkenna að mér þykir gaman að perla og sest gjarnan niður með systurbörnum mínum og perla með þeim þegar þau eru í heimsókn :) Ég var búin að segja við frænku mína að það væri sniðugt að perla snjókorn og því var sest niður í dag og perlað þegar þau komu í heimsókn. Ég leitaði að myndum á pinterest fyrir hana en perlaði svo sjálf bara eitthvað út í loftið enda miklu skemmtilegra en að fylgja mynd ;)

Perlað snjókorn

Efni og áhöld eru einföld en það eru perlur, mót og svo smjörpappír og straujárn... tja og kannski smá þolinmæði líka :)

Perlað

Frænku minni langaði til að eiga snjókornið mitt en ég vildi frekar að hún myndi bara herma eftir mínu... þannig að hér er mynd af afrakstrinum hennar en hún bað sérstaklega eftir að fá að perla meira eftir kvöldmatinn :)

Perlað jólaskraut

0 comments:

Skrifa ummæli