26. janúar 2014

Lítið prjónað sjal

Afsakið hvað það er langt síðan það hefur heyrst frá mér... en bara búin að vera svolítið upptekin og sé jafnvel fram á að vera það áfram þar sem flutningar eru framundan.

Eitt af áramótaheitunum var að vera duglegri að prjóna á árinu og ég er búin að prjóna nokkra ferninga og reyndar hekla líka sem munu svo fara í teppi handa börnum í Sýrlandi í gegnum LILY. Svo er ég búin að prjóna handa mér eitt pínkulítið sjal... en ég hef bara einu sinni prjónað svona lítið sjal eða shawlette áður en það var Skorradalssjalið... en núna var ég með mjög fíngert garn eða lace garn. Mér finnst miklu fallegra að hekla úr svona fíngerðu garni en að prjóna því að mér finnst ég sjá allar ójafnar lykkjur og svo voru notaðar styttri umferðir (short rows) og þar sem ég get ekki talið mig vera mjög vanan prjónara þá vissi ég ekki alveg hvaða aðferð myndi henta best og mér finnst ég alveg sjá hvar þetta var gert... en ég apaði eftir öðrum á Ravelry en það sést líka hjá hinum... kannski er þetta alltaf svona í fíngerðu garni :)

Annis shawl - lítið prjónað sjal

Annis shawl - lítið prjónað sjal - nærmynd


Þetta gekk samt ekki alveg þrautarlaust fyrir sig... en ég á það til að vera pínu fljótfær þegar kemur að hannyrðum og vil bara drífa í hlutunum og þá stundum gleymist að lesa uppskriftina og þurfti ég því að rekja upp svolítið í upphafi :) En eftir það þá gekk þetta fínt en ég notaði bara trilljón prjónamerki og setti eftir hverja mynsturendurtekningu og gat þá alltaf talið lykkjunar og ég þurfti ekkert að rekja upp nema þarna í byrjun :) Reyndar finnst mér líka mér þessir hnútar ekki koma nógu vel út hjá mér en ég notaðist við "heklunálaraðferðina" sem ég sá að vinsælt var að nota.

Garnið var fínt en ég ákvað að prjóna úr því þar sem ég keypti það fyrir nokkuð löngu síðan og ætlaði að hekla sjal en held að ég hafi keypt einni hespu of lítið til að ná í ágætt sjal.... það fór næstum ekkert í þetta litla sjal en það vegur 31 gramm :)

Garn: Alpaca Lace frá Cascade
Prjónar: 4,0 mm og 5,0 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/annis

1 comments:

Áslaug sagði...

Mjög fallegt sjal. Maður á aldrei nóg af sjölum...svo eru þau svo frábær í tækifærisgjafir.

Skrifa ummæli