2. september 2014

Oops I did it again

...  mig langaði líka í fjólublátt sjal svo að ég heklaði annað stærra handa mér eftir að ég heklaði fjólubláa afmælissjalið handa frænku minni en ég ákvað að nota fíngerðara garn en gefið var upp til að mynstrið nyti sín betur en mér fannst það vera heldur þétt.

Piquant Shawl Fjólublátt sjal
Ég fann yndislega mjúkt og fallegt garn í Rósu ömmu sem er frá Mayflower og heitir Merino 400. Ég ákvað að kaupa ríflega af því eða 4 dokkur en já ég á næstum afgang í annað sjal en ég þurfti að taka smávegis af þeirri þriðju :)

Ég breytti aðeins út af uppskriftinni þegar ég heklaði þetta í annað sinn en ég ákvað að hafa frekar fleiri enda til að ganga frá en að hafa það ekki eins báðum megin og svo þorði ég ekki öðru en að stækka aðeins uppskriftina þar sem ég var að nota fíngerðar garn. Engar stórkostlegar breytingar sem sagt.

Heklað sjal

Liturinn myndast ekki nógu vel hjá mér en það er fjólublátt ekki ljósfjólublátt eða dökkblátt :) Ég ákvað að taka myndir við gluggann svo að birtan næði að skína í gegn og þá sést mynstrið enn betur. 

Ef ég myndi gera þetta sjal í þriðja sinn... sem ég gæti alveg hugsað mér þar sem það er mjög gaman að hekla það... þá myndi ég nota minni heklunál í dúlleríið eða kantinn en mér þótti vera fullþröngt á þingi þegar ég var að strekkja sjalið og kanturinn ekki alveg njóta sín eins vel og á fyrra sjalinu.

Kanturinn

Garn: Merino 400 frá Mayflower
Heklunál: 3,5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/piquant

0 comments:

Skrifa ummæli