11. september 2013

Prjónaðar tuskur

... já þið lásuð rétt... prjónaðar ;) Ég sem sagt ákvað að tékka á því hvort að ég kynni ekki örugglega að prjóna ennþá eftir allt heklið ;) Ég vissi reyndar að ég prjónaði alltaf brugnu lykkjuna öfugt og fann mér því myndband sem sýnir hvernig hún er prjónuð rétt og það er auðvitað mikið þægilegra þegar lykkjan snýr rétt í næstu umferð :)

Annars er nú ástæðan fyrir prjóneríinu núna sú að ég sá að Prjónasmiðja Tínu er með ráðgátuprjón í gangi. Það er prjónaður pottaleppur/tuska en ekki er vitað hvernig mynstrið er. Í dag eru búnir 10 dagar en þetta eru oft bara tvær umf. á dag þannig að ef ykkur langar til að vera með þá eruð þið enga stund að ná okkur :)

Ráðgátuprjón - prjónuð tuska


Hér má fara inn á ráðgátuprjónið: http://goo.gl/HbTAHn

En þar sem ég get verið stundum óþolinmóð sérstaklega gagnvart handavinnunni þá bara gat ég ekki hugsað mér að stoppa að prjóna bara eftir þessar fimm fyrstu umferðir... þetta var nú bara svo gaman ;) Þannig að ég ákvað að hita upp á milli þess sem ég beið eftir umferðum næstu daga og prjónaði tvær tuskur. Uppskriftirnar eru fínar en það fylgir þeim mynsturteikning... en þar sem ég er nú ekki svo vanur prjónari þá áttaði ég mig ekki á því að það var mismunandi hvað táknin þýddu á réttunni og röngunni... þannig að þegar ég var hálfnuð með að prjóna fyrri tuskuna og skoðaði aðeins betur skýringuna með teikningunni þá kveiknaði á perunni og ég auðvitað rakti upp og byrjaði að nýju.

Prjónuð tuska

Prjónuð tuska

Prjónuð tuska

Prjónuð tuska


Mér finnst fyrri tuskan (dökkbleika) fallegri en það mynstur er líka einfaldara... oft er það bara fallegast :) Einnig sá ég þegar ég var að verða búin með seinni tuskuna að ég hefði óvart gert eina umf. brugna í öðrum kantinum í stað slétta og þar sem þetta er bara tuska þá nennti ég ekki að rekja upp... þó að ég hafi pínu átt erfitt með það... ef þetta hefði verið heklað stykki þá hefði ég pottþétt gert það ;)

Garn: Tuva Helårsgarn
Prjónar: 3,0 mm
Uppskrift dökkbleika: http://www.ravelry.com/patterns/library/juniper-einer
Uppskrift ljósbleika: http://www.ravelry.com/patterns/library/the-grand-finale

1 comments:

Hellen Sigurbjörg sagði...

Flottar tuskurnar hjá þér!

Skrifa ummæli