24. nóvember 2012

Hekluð jólahjörtu

Nú er akkúrat mánuður til jóla... og þá þýðir það að það styttist í prófin hjá mér :/ En það þýðir líka að maður er aðeins farinn að hugsa til jólanna...

Heklað jólahjarta

Þar sem ég er með nokkur ókláruð verk m.a. teppi þá leyfi ég mér ekki að byrja á einhverjum stórum verkefnum fyrr en ég klára amk eitthvað af þessum sem ég er með ólokið. Það er t.d. alveg tilvalið að hekla nokkur jólahjörtu. Það eru til margar uppskriftir af hekluðum hjörtum en þetta fannst mér einstaklega fallegt... já bara fallegasta hjarta sem ég hef séð :)

Ég fann í garnskápnum mínum (ég eins og svo margir forfallnir heklarar og/eða prjónarar eigum til að sanka svolítið að okkur garni) fallegt rautt heklugarn (man ekki einu sinni hvað ég ætlaði að gera úr því þegar ég keypti það... kannski voru það jólabjöllur?) þannig að ég gat bara byrjað að hekla um leið og ég rakst á hjartað. Þar sem garnið er fínt og heklunálin líka þá voru hjörtun frekar lítil og sæt enda finnst mér ekki gróft garn ekki henta eins vel í svona dúllerí. Ég er núna búin með fimm hjörtu og bíð þess að þau fullstífni en ég stífaði þau upp úr sykurvatni.

Garn: Marks & Kattens Merc. Bomullsgarn 12/3
Heklunál: 1,75 mm
Uppskrift: http://yarnroundhook.blogspot.com.au/2012/02/swedish-hearts-pattern-revisited.html

30.10.2013 - uppfært
Það virðist sem uppskriftin sé ekki fáanleg lengur en ég notaði wayback machine til að ná afriti af upprunalegu uppskriftinni:
http://web.archive.org/web/20130607134341/http://www.slojdmagasinet.nu/gratis_monster_virkathjarta.htm

3 comments:

Kristín Hrund sagði...

þetta er svo fallegt hjá þér, að ég er búin að herma!! Á bara eftir að stífa... ;-) takk fyrir hugmyndina!

Guðný Björg sagði...

Yndislega fallegt hjarta :) en ég get ekki opnað síðuna með uppskriftinni...ohh :)

Ólöf Lilja Eyþórsdóttir sagði...

Já þessi sem fékk leyfi til að þýða uppskriftina virðist hafa læst síðunni sinni :( En þú getur nálgast upprunualegu uppskriftina á sænsku hérna -> http://www.slojdmagasinet.nu/gratis_monster_virkathjarta.htm

Það ætti ekki að vera svo flókið samt að hekla þetta eftir henni :)

Skrifa ummæli