27. nóvember 2012

Hekluð stjörnuljós

Ég elska að hekla og ég elska ljósaseríur... þar af leiðandi þá hannaði ég þessa ljósaseríu. Ég er dálítið hrifin af fjólubláu þannig að litavalið var ekki erfitt en ég gerði nokkrar tilraunir áður en ég endaði á stjörnunum :)

Ég nota einband í stjörnunar en ég er svolítið hrifin af ull utan um ljósaseríur þar sem það kveiknar ekki í ullinni heldur sviðnar hún (samt spurning hvort að það sé eins þegar kominn sykur á). Samt sem áður þá tek ég alltaf ljósaseríur úr sambandi þegar ég fer að sofa eða er ekki heima :) En nánar um stjörnuljósin hér eru nokkrar myndir af þeim...

Hekluð stjörnuljós
 
Heklaðar stjörnur á ljósaseríu
 
Hekluð stjarna
 
Heklaðar stjörnur
 
Ég elska skuggana sem koma af stjörnunum... finnst ykkur þeir ekki flottir? :)

Ég stífði stjörnunar úr sykurvatni en ég er dálítið bráðlát því að stjörnurnar eru ekki enn orðar fullstífar... reyndar verður einbandið ekki glerhart en þó mun stífari en þær eru núna :) Ljósaserían er með 10 ljósum og er ég bara búin að setja 5 stjörnur á seríuna en hinar sem upp á vantar eru enn blautar. Ég reyndar vil setja þær upp á seríuna áður en stjörnunar fullharðna svo að ég verði ekki í erfiðleikum með að koma þeim upp á perustæðið. Svo læt ég seríuna hanga á standlampa þannig að stjörunar beyglist ekki :)

Skelli hérna inn myndum af stjörnunum í stífingu líka... ég hefði kannski mátt títa stjörnurnar meira niður til að fá þær jafnari en ég lenti í títuprjónahallæri... enda þarf þetta ekki að vera svo fullkomið ;)

Heklaðar stjörnur í stífingu


Ég mun örugglega bæta við fleiri myndum þegar serían er orðin tilbúin... þannig að ég mun kannski skipta þessum út  :)

Garn: Einband
Heklunál: 3,5 mm
Uppskrift: upp úr mér

0 comments:

Skrifa ummæli