15. desember 2012

Heklað pallíettusjal

Ég elska sjöl og reyndar ljósaseríur eins og klárlega má sjá á hlutum sem ég geri handa sjálfri mér :) Ég var búin að vera í strembnum prófalestri þar til á laugardagskvöldið og þá átti ég smá pásu og auðvitað valdi ég að hekla eitthvað. Ég er nú þegar með tvö sjöl sem ég er ekki búin að klára en ég ákvað að byrja á einhverju nýju... afhverju er alltaf svo gaman að gera eitthvað nýtt?

Ég elska líka allt sem glitrar og það vildi til að ég átti fjórar dokkur af þessu pallíetugarni... þannig að ég þurfti bara að fara að finna einhverja uppskrift sem hentaði nokkurn veginn þessu garni. Fyrir valinu var þessi uppskrift en ég skoðaði bara myndir af því en ekki uppskriftina sjálfa... fannst kanturinn vera svo sætur þannig að ég bara ákvað að þetta sjal skyldi ég gera. Þar sem ég er nú stór kona þá vildi ég líka hafa sjalið stórt en ehemm það er nú reyndar full stórt... það var svo gaman að hekla og ég bara vanreiknaði hvað það færi mikið í kantinn að ég þurfti að kaupa fimmtu dokkuna en ég notaði þó lítið af henni.

Heklað pallíettusjal

Heklað pallíettusjal útbreitt

Heklað pallíettusjal nærmynd

Stórt sjal
Uppskriftin reyndist mjög auðveld þannig að þetta var mjög fljótheklað... þannig að ég stalst nú til að hekla á meðan ég var að læra fyrir síðasta prófið... og meira segja þvoði það og strekkti kvöldið fyrir prófið ;)

Garn: King Cole Galaxy
Heklunál: 6,0 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/cheche-a-la-sauce-bidules-chouettes

2 comments:

Elín sagði...

Virkilega skemmtilegt sjal og þessi bleiki litur er geggjaður!

Nafnlaus sagði...

Þetta er svakalega flott sjal !!

Ég var að reyna að stauta mig í gegnum uppskriftina á ensku - hef verið að skoða hekl- þýðingar af öðrum síðum til stuðnings,en gengur ekki nógu vel ;(


Ekki getur þú snarað uppskriftinni yfir á íslensku?

P.S. Frábært blogg, flottar hugmyndir og snilldar handverk.

Kveðja
Sigrún Erla

Skrifa ummæli