12. maí 2012

Er á lífi

Mig langaði bara til að láta vita af því að ég er á lífi og á miðvikudaginn er fyrsti dagurinn í sumarfríinu... sem reyndar verður í þrjá mánuði! :)

Það er búið að vera brjálað að gera í skólanum en ég er búin að vera í þriggja vikna verkefni og þar á undan í prófum... Ég náði nú samt alveg að gera eitthvað smá en síðustu tvær vikur hef ég ekkert getað gert... alveg agalegt ;)

Núna eiginlega er ég samt á þeim stað að vita varla hvað mig langar að gera... hafið þið einhverjar hugmyndir? Ég reyndar ætla að klára að ganga frá lopagallanum sem ég prjónaði að lítinn frænda... en ég byrjaði reyndar á honum um páskana en skólinn olli því að ég var óvenjulengi með hann ;)

0 comments:

Skrifa ummæli