12. október 2012

Heklað bindi - Bleiki dagurinn 2012

Eginmaðurinn minn sagði mér í gærkvöldi að hann ætti víst að mæta í einhverju bleiku í vinnuna en hann ætti ekkert bleikt... ég sagði auðvitað mætir þú í einhverju bleiku... ég hekla bara bindi!

Ég þurfti að spýta aðeins í lófana til að ná að hespa þessu af með þessum litla fyrirvara þannig að það var setið stíft við í gærkvöldi.

Ég byrjaði bara neðan frá og jók út í báða endana þar til það var orðið nógu breitt. Heklaði hálfstuðla og svo var tekið úr í miðjunni. Heklaði krabbahekl meðfram spíssinum. Hér er svo afraksturinn:

Heklað bleikt bindi - Bleiki dagurinn 2012

GLEÐILEGAN BLEIKAN DAG

Garn: Trysil Tuva
Heklunál: 3,5 mm
Uppskrift: engin

0 comments:

Skrifa ummæli