25. janúar 2013

Heklaðir þvottapokar eða tuskur

Ég veit að ég á að vera að læra um Gauss-Jordan eyðingu og margt fleira en það er bara miklu skemmtilegra að hekla ;)

Mig langaði bara til að hafa eitthvað svona til að grípa í yfir sjónvarpinu og ákvað að hekla tuskur eða þvottapoka... keypti gróft bómullargarn í A4, fann uppskrift og byrjaði strax að hekla... hvað annað?

Heklaðir þvottapokar eða tuskur

Uppskriftin er mjög einföld (eins og mottan mín) en ég breytti henni pínulítið því að ég ákvað að hekla kant í kringum með krabbahekli þar sem mér fannst vanta pínu punt :)

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með hvíta garnið þar sem í báðum dokkunum voru skærbleikir blettir á því. Ég lét mig samt hafa það að klára að hekla úr skárri dokkunni sem hafði hnút í bónus að auki... en ég elska grófleikann á bandinu :)

Garn: Marks & Kattens Victoria
Heklunál: 4,0 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/nubbie-scrubbies

3 comments:

Asta Sol sagði...

Vá þetta er flott hjá þér. Ég kíkti á síðuna með uppskriftinni. Ekki séns að ég ráði við að fara eftir hekl uppskrift á ensku. Veistu nokkuð hvort að ég geti fengið hana á íslensku einhverstaðar?
Áttu góðan dag.

Ólöf Lilja Eyþórsdóttir sagði...

takk fyrir :) Það er í rauninni sáraeinfalt að hekla eftir enskum eða amerískum (pínu munur á milli) uppskriftum. Þetta eru svo fá tákn sem maður þarf að læra... ég held bara að fólk mikli þetta fyrir sér... skora á þig að prófa bara... sérstaklega gott að byrja á svona einfaldri uppskrift :)

Í þessari uppskrift þarftu bara að vita þetta:
ch = chain = loftlykkjur
sc = single crochet = fastalykkjur
tr = treble crochet = tvöfaldur stuðull

Getur svo skoðað þýðingar hérna: http://handod.blogspot.com/2010/05/yingar-hekli.html

Unknown sagði...

Fallegar tuskur, allt svo flott hjá þér, hef mottuna a stefnuskránni :-)
En hvað ertu að læra??

Skrifa ummæli