18. september 2019

Riddari lopapeysa - prjónuð ofan frá

Riddari lopapeysa

Ég gat varla beðið eftir að klára peysuna mína til að prjóna peysu á eiginmanninn... ég lenti í smá vandræðum í byrjun en ég skyldi ekki hvað hún ætlaði að verða eitthvað lítil og maðurinn minn ætlaði varla að koma hausnum í gegn... þar til ég mældi prjónana 😶

Mjög gaman að prjóna þessa og fannst mér hún miklu flottari en mín peysa... afhverju valdi ég mér ekki þetta mynstur? 😋 Mun vonandi prjóna þessa aftur einhvern tímann.

Lopapeysa prjónuð ofan frá

Ég prjónaði hana líka ofan frá eins og ég mun sennilega alltaf gera þegar ég prjóna lopapeysur... eina rétta leiðin eins og ég sagði í póstinum í gær 😉 Ég er mjög ánægð með hana en rúllukanturinn var smá vesen þar sem ég opnaði peysuna en kom bara nokkuð vel út þó að ég segi sjálf frá... hefði mátt gera einni umferð til viðbótar í hálsmálinu út af uppfitinu.

Garn: Ístex léttlopi
Prjónar: 3,5 og 4,5 mm
Heklunál: 4,0 mm
Uppskrift: Riddari úr Lopi 28

0 comments:

Skrifa ummæli