29. janúar 2012

Einfaldir vettlingar úr léttlopa

Ég er pínu með vettlingaæði núna... sennilega af því að ég get bara haft eitthvað lítið á prjónunum þar sem ég er í pásu frá ýmsum stærri verkefnum... þannig að ég ætla ekki að ráðast í stærri verkefni fyrr en hin eru búin :)

Ég vildi gera barnavettlinga þar sem ég fékk smáa gesti til mín um jólin sem höfðu gleymt að taka vettlinga með sér og þá hefði nú verið gott að frænka hefði getað átt vettlinga handa þeim... það verður bara næst ef ég verð ekki búin að gefa þá hehehe

Ég rakst á þessa vettlinga og mér fannst þeir svo sniðugir því að það skiptir ekki máli á hvora höndina þeir fara. Ég mun örugglega gera fleiri svona en ég held að ég kunni betur við að hafa smá mynstur í þeim :)

Einfaldir vettlingar úr léttlopa

Garn: Léttlopi
Prjónar: 3,5 og 4,0 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/einfaldir-lopavettlingar-me-umaltungu

1 comments:

Tora´s Vintage Dream sagði...

Þetta eru þeir vettlingar sem ég prjóna mest af, finnst bæði gaman og fljótlegt að prjóna þá með þessum þumli, og svo finnst mér betra að vera í þeim. :)

Skrifa ummæli