7. febrúar 2012

Legghlífar

Hér eru legghlífarnar sem ég prjónaði handa mér... rakst á uppskriftina í Dagskránni en hún er frá Prjónakistunni. Ég var komin með nóg að vera endalaust með blautar skálmar eftir að hafa verið að vaða snjóinn... en sennilega snjóar ekki meira í vetur fyrst að ég er komin með legghlífar ;)

Uppskriftin í blaðinu gerir ráð fyrir grönnum leggjum og er úr léttlopa... þar sem ég er ekki með granna leggi þá notaði ég tvöfaldan plötulopa og stærri prjóna... en ég hafði þær ekki eins langar heldur þar sem ég ætla bara að láta þær púffast neðst á kálfunum en ekki toga þær upp að hnjám :)

Ég mæli með að þið skellið í legghlífar og verði tilbúnar til þess að vaða snjóskaflana næst þegar það kemur snjór ;)

Legghlífar prjónaðar úr tvöföldum plötulopa

Garn: Tvöfaldur plötulopi
Prjónar: 4,0 og 5,0 mm
Uppskrift: http://www.dfs.is/vefblod/2127/files/assets/seo/page6.html

0 comments:

Skrifa ummæli