17. febrúar 2012

Heklað glamúrsjal

Ég eeellska að hekla... finnst það miklu skemmtilegra og fljótlegra en að prjóna... rakst svo á þetta glitrandi garn og þar sem ég elska allt sem glitrar þá bara varð ég að kaupa það... langaði helst til að kaupa alla litina... en þar sem mér finnst litaskipt garn koma svo vel út í sjölum þá ákvað ég að kaupa svoleiðis. Það var fínt að hekla úr garninu en það voru hnútar í því eins og ég hef svo sem oft lent í áður í litaskiptu garni og ég þoli ekki þegar litunum er ekki skeytt rétt saman... kannski ég ætti bara að fara að kaupa einlitt garn... en bjútí is pein... þannig að ætli maður verði bara ekki að láta sig hafa þetta ;)

Ég fór strax að leita að uppskriftum á Ravelry og þar sem mér finnst svo skemmtilegt að hekla þá fór ég að leita að slíkum... ég byrja yfirleitt alltaf að kíkja þegar ég kaupi nýtt garn hvað hefur verið gert úr því á Ravelry... sá að þarna hafði einhver gert úr öðrum ljósari lit svona sjal þannig að ég smellti mér á það enda var ég búin að vera með uppskriftina lengi í favorites :)

Sjal úr pallíettugarni

Flott sjal

Glamúrsjal - slétt úr því

Sést aðeins í pallíetturnar

Önnur mynd af sjalinu


Garn: King Cole Galaxy
Heklunál: 5,5
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/elise-shawl

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Uppfært 06.04.2012

Hef  ákveðið að selja svona sjöl sjá nánar:
http://www.fondrari.blogspot.com/2012/04/hekla-sjal-til-solu.html

5 comments:

Elín sagði...

Geggjað flott sjal. Litaskiptingin er mjög svo flott þó svo að garnið hafi verið til ama :)

Áslaug sagði...

Æðislegt sjal sem veitti mér innblástur. Takk.

Ólöf Lilja Eyþórsdóttir sagði...

Gaman að heyra :)

thoragud sagði...

Flott sjal eins og öll hin sem þú hefur gert. Hvað fórstu með margar dokkur í það?

Ólöf Lilja Eyþórsdóttir sagði...

Þrjár og fjórar (gerði nokkur svona)

Skrifa ummæli