6. apríl 2012

Heklað sjal til sölu

Nokkrir hafa haft samband við mig og spurt hvort að ég myndi vilja selja svona Glamúrsjal (enda er þetta með eindæmum flott sjal... þó ég segi sjálf frá)... ég hef yfirleitt ekki verið að taka slíkt að mér en þar sem mér finnst svo gaman að hekla þá hef ég ákveðið að verða við því:)

Ég á akkúrat núna eitt svona glamúrsjal á lager en annars mun ég bara gera eftir pöntunum (reyndar verða litasprengdu sjölin aldrei eins en þessi mynd er af sjali sem ég hef þegar látið frá mér) .

Flott heklað sjal til sölu

Glamúrsjal til sölu

Ég ákvað þá líka að hafa meira litaúrval en þó að mér þyki auðvitað þessi litur flottastur þá hefur fólk sem betur fer misjafnan smekk :) Þið getið séð verð og litarval undir Til sölu.

Ef ykkur langar til að eignast eitt þá bara sendið mér tölvupóst á fondrari@gmail.com :)

0 comments:

Skrifa ummæli