12. apríl 2012

Stórt heklað teppi

Þá er teppið sem ég var að hekla tilbúið... fannst mjög gott að hekla þetta yfir fyrirlestrum og yfir sjónvarpinu þar sem þetta er mjög einfalt og frekar fljótheklað... þar sem teppið er heklað úr svo grófu garni og bara stuðlar :) Ég valdi þetta garn þar sem það er nú ódýrara en Eskimo en hins vegar mjög svipað því garni... mjög mjúkt og gott... hins vegar þæfist það vel... en ég ætla samt að skella því í þvottavélina á ullarprógram og vindingu þar sem teppið er svo stórt og þungt :)

Flott heklað teppi

Heklað teppi


Mér sýnist stærðin vera ca. 130 x 190 cm... amk giska ég á það miðað við að rúmið sem ég setti teppið á er 135 x 200 :)

Finnst bara tveir gallar vera á teppinu... fyrsti er kanturinn... ég gat valið um að hafa hann kipraðan eða svona bylgjóttan (en mér sýndist það vera eins og í uppskriftinni)... hinn gallinn er að stóra táin fer alltaf út um götin þegar ég sit með teppið yfir mér... hehehe

Endilega fylgist með mér á Facebooksíðunni minni ef þið eruð ekki þegar búin að líka við hana :)

Garn: Trysil Garn Igloo
Heklunál: 9,0 mm
Uppskrift: http://www.garnstudio.com/lang/us/pattern.php?id=2175&lang=us

2 comments:

Sigríður sagði...

Mig langar svo að læra að hekla...
eða að fikta mig áfram sjálf...
En veist þú hvar ég get fundið uppskriftir og leiðbeiningar á íslensku (eða "orðabók" yfir hugtök úr ensku yfir á ísl)?
:)

Ólöf Lilja Eyþórsdóttir sagði...

Sæl Sigríður

Þú getur farið á heklnámskeið en annars hafa margar lært að hekla bara með því að skoða myndbönd á youtube... hægt er að finna orðskýringar t.d. inni á síðunni hjá Handóðri (http://www.handod.blogspot.com/). Svo gæti verið sniðugt fyrir þig að kíkja í Þóru-heklbók sem kom út fyrir jólin... mjög falleg bók og þar eru líka skýringamyndir hvernig á að hekla og fullt af flottum uppskriftum :)

Skrifa ummæli