31. maí 2012

Heklað farsíma hulstur

Rakst á myndband sem sýnir hvernig maður heklar svona sætt uglu farsíma hulstur... ég auðvitað varð að gera svona utan um nýja símann minn enda var ég hrædd um að hann myndi rispast í öllu draslinu sem maður er með í veskinu :)

Heklað farsíma hulstur

Uglu hulstur

Bakhliðin á uglu hulstrinu

Ég ákvað að fylgja myndbandinu og límdi hlutina á... vona að þeir haldist á :)

Garn: Trysil Garn Tuva Helårsgarn og Sandnes Garn Mandarin Petit (í gogginum)
Heklunál: 3,0 mm

3 comments:

Elín sagði...

Mér finnst þetta æði c",)

Ólöf Lilja Eyþórsdóttir sagði...

Mér líka... er svakalega skotin í uglunni ;)

Thuri sagði...

Sæt :) er svo gaman að svona símahulstrum :) Er link hjá þér á myndbandið? Ég gerði ugluhulstur fyrir litlu systur en er ekki enn búin að pósta myndum, er líka fín leið til að fela fína síma fyrir fingraliprum ;)

Skrifa ummæli