20. júlí 2012

Fleiri heklaðir blómapottar

Ég er eitthvað löt þessa dagana... það koma alveg dagar þar sem ég hvorki hekla né prjóna... er búin að vera á þvælingi í sumarfríinu ;) Annars er ég með tvö sjöl í gangi þar sem ég á bara kantinn á þeim eftir... reyndar er annað með kanti en mér fannst hann ekki nógu flottur þannig að ég er að bíða eftir hugljómun... svo er ég með lopapeysu á eina frænku á prjónunum og gríp í hana annað slagið og svo er ég búin að vera að hekla svolítið bleikt fyrir Sumar á Selfossi sem verður 11. ágúst... ætla ekki að skella neinum myndum inn af því fyrr en þá :)

Ég ákvað að skella inn myndum af þremur blómapottum í öðrum litum en bleikum... ég ætlaði að vera búin að hekla miklu fleiri því að góð vinkona reddaði mér svo mörgum tómum skyrdósum... en ég týndi heklunálinni sem ég notaði og var bara að finna hana... auðvitað hafði ég stungið henni inn í einhverja garnhnotu ;)

Ég þarf að hekla utan um fleiri því að ég á enn nokkur blóm í skyrdollum... ég er svolítið skotin í sumarlegum litum þessa dagna og finnst svolítið gaman að hafa fleiri en einn lit... reyndar held ég að ég nenni ekki að ganga frá svona mörgum spottum þannig að ég held að tvílitt sé málið ;)

0 comments:

Skrifa ummæli