20. ágúst 2012

Hekluð og stífð blóm á ljósaseríu


Nú er kertaljósatíminn aftur runninn upp og þar sem ég er dálítið hrifin af ljósaseríum til að lífga upp skammdegið þá heklaði ég þessi blóm og setti á seríu.

Ég heklaði blómin úr appelsínugulu einbandi og notaði sykurvatn (50/50 hvítur strásykur leystur upp í sjóðandi vatni). Ég lét þau liggja í vatninu í smá stund, svo tók ég þau upp og vatt þau aðeins og svo títaði ég þau niður á plast (myndi mæla með því að setja plastfilmu ofan á plastið þar sem blómin vildu aðeins festast við).

Blómin stífð úr sykurvatni

Svo var bara að bíða eftir að blómin þornuðu. Þar sem ég ætlaði að setja þau á ljósaseríu þá þorði ég ekki að bíða eftir að þau fullhörðnuðu þannig að á ég smellti þeim á seríuna og lét hana svo hanga  þar til þau voru tilbúin. Hér má svo sjá nokkrar myndir af útkomunni:

Heklað blóm á ljósaseríu

Hekluð blóm á ljósaseríu

Blómaljósaserían í hrúgu

Önnur mynd af hekluðu ljósaseríunni

Blómin eru aðeins aðlöguð því að í uppskriftinni var ekki gert ráð fyrir að þau væru sett á ljósaseríu, en uppskriftina af þeim má finna í bókinni 100 Flowers to Knit & Crochet.

Garn: Einband
Heklunál: 3,5 mm

6 comments:

Hafdís sagði...

Koma rosalega vel út hjá þér :o)

Kristín Hrund sagði...

vá vá vá! Svakalega kemur þetta vel út!

Ólöf Lilja Eyþórsdóttir sagði...

Takk fyrir :D

Nafnlaus sagði...

Mikið ertu flínk og þessi rauða blómasería er sú flottasta sem ég hef séð, svona heimaskreytt! Bloggið þitt er líka einstaklega vandað og gaman að sjá lýsingarnar t.d. á aðferð og garni. Takk fyrir mig og ég mun svo sannarlega fylgjast með þessu frábæra bloggi :)
Kv. Hansína

Ólöf Lilja Eyþórsdóttir sagði...

Takk fyrir :)

Guðný Björg sagði...

þetta er flott sería :)

Skrifa ummæli