12. ágúst 2012

Lufsur

Loksins get ég heklað í einhverjum öðrum lit en bleikum! Sat og heklaði Lufsur úr Þóru heklbók fyrir framan sjónvarpið í gærkvöldi... en þar sem músarskórnir mínir voru orðnir ansi lúnir þá vantaði mig eitthvað fyrir kaldar tásur ;)

Lufsur

Uppskriftin var fín fyrir utan smávægilegar villur m.a. garnþörfin en í þessar fóru rétt rúm ein dokka en ekki 3 eins og uppgefið var í uppskriftinni. Ég nennti ekki frekar en fyrri daginn að gera heklfestuprufu en ég heklaði stærð M og þær smellpassa og ég nota skó nr. 39… mér ætti ekki að verða kalt á tánum á næstunni :)

Garn: Álafosslopi
Heklunál: 7,0 mm
Uppskrift: Þóra heklbók

1 comments:

tinna þórudóttir þorvaldsdóttir sagði...

æðislegir! þú mátt endilega senda mér línu ef þú nennir einhvern daginn um villurnar.
kærleikskveðjur,
tinna.

Skrifa ummæli