Það er verið að selja uppskrift af svona teppi og er ég með link á uppskriftina hér fyrir neðan. Ég veit auðvitað ekki alveg hvort að þetta sé eins þar sem ég fór ekki eftir neinni uppskrift heldur sá þetta bara út með því að skoða myndir af teppum inni á Ravelry.
Teppið er mjög létt og lipurt og ég mæli með plötulopanum... eina spurningin er hvernig endingin verður... en þá bara hekla ég bara fleiri enda sakna ég þess pínu að vera búin með það þar sem mér finnst þetta afar skemmtilegt mynstur. Teppið mitt er ca. 135 x 190 cm að stærð.
Garn: einfaldur plötulopi
Heklunál: 5,0 mm
Uppskrift: Ég fór ekki eftir neinni uppskrift en teppið er í líkingu við þetta teppi
http://www.ravelry.com/patterns/library/vintage-crocheted-throw--afghan
Viðbót 28.01.2013
Ég var að skoða teppi á Ravlery (já ég veit ég er teppasjúk) og sá þar uppskrift sem er ókeypis... en hún er ekki eins en samt svolítið svipuð:
http://www.ravelry.com/patterns/library/express-v-stitch-ripple-afghan
6 comments:
Mjög flott hjá þér og litirnir æði ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur af endingunni lopinn er ótrúlega sterkur það gera löngu hárin í honum.
Flott teppi og frábærir litir. Veistu nokkuð hvað þetta hekl heitir á ensku?
Kv. Harpa
Takk fyrir :)
Nei Harpa ég veit ekki til þess að þetta heiti neitt... en þó gæti verið að í uppskriftinni væri eitthvert nafn :)
Flott teppi. Ég er algjör nýgræðingur en getur þú sagt mér hvort þetta er sama mynstur og hér er sýnt á You Tube:http://www.youtube.com/watch?v=d1AmNif_gYQ&list=PLSd0FahecsV7z5wB-KSJF-9Kmyn_WV8TA
Ég mun líklega ekki nota lopa, hvað þarf maður margar dokkur svona cirka í svona teppi?
Nei þetta er ekki sama mynstrið.
Veistu hvar ég get fundið hvernig teppið er heklað?
Skrifa ummæli