18. júlí 2013

Er ekki kertaljósatíminn að renna upp?

Það er eitthvað svo dimmt þegar það rignir og rignir að ég held að kertaljósatíminn sé runninn upp eitthvað fyrr en vanalega þetta árið. Ég elska kertaljós og stóðst ekki mátið að bjóða fram krafta mína þegar það var verið að leita að einhverjum til að prufuhekla þessa uppskrift... enda eru krukkurnar hennar Elínar svo flottar :)

Heklað utan um krukku


Ég á örugglega eftir að gera fleiri svona krukkur enda sætt mynstur en ég myndi þá nota fínna garn og/eða minni nál til að fá þær þéttari. Ég teygði þessa svolítið til að hafa hana þétta á krukkunni og fyrir vikið var hún svolítið gisin... en samt svaka flott :)

Garn: ONline Filetta
Heklunál: 1,75 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/crocheted-jar-cover-3

0 comments:

Skrifa ummæli