14. desember 2014

Föndrað í desember

Heklað utan um krukkur

Ég tók í dag myndir af nýjustu krukkunni sem ég var að hekla utan um og setti inn á Facebooksíðuna en svo langaði mig að bæta við einni mynd af henni í myrkri því að mér finnst skugginn af henni vera geðveikur... þannig að ég endaði bara á að taka fullt af myndum og skella í einn bloggpóst enda er ég búin að vera frekar löt að blogga :)

Hekluð krukka og heklaðar bjöllur

Flottur skuggi af heklinu

Ég sem sagt datt í heklgírinn í desember og var sko ekkert að hekla jólagjafir handa neinum heldur bara kósídót handa mér :) Mér datt í hug að hafa heklaðar hvítar krukkur á bakka og langaði að hekla úr fínna garni en ég hafði gert. Þrjár þeirra sem sjást hérna eru úr Satúrnus garninu og sú nýjasta er úr Solberg garni.

Heklaðar krukkur á bakka

Hér er svo mynd af bakkanum en núna langar mig bara í hvítar krukkur þannig að ég á örugglega eftir að hekla fleiri úr Solberg garninu ;) Hinar krukkurnar heklaði ég úr Satúrnus garninu en mér fannst það ekki nógu fínlegt.

Í fyrra var ég með fullt af hekluðum snjókornum í gluggunum og svo hafði ég heklað utan um nokkrar jólakúlur sem héngu á trénu ásamt nokkrum hekluðum stjörnum sem ég keypti í IKEA. Þannig að þegar ég byrjaði að tína fram smá skraut þá langaði mig svolítið til að halda í hvítt heklþema um jólin. Ég dró því fram hekluðu jólabjöllurnar sem voru það fyrsta sem ég heklaði eftir að ég lærði að hekla fyrir tæpum fimm árum (og var ástæðan fyrir að ég skellti mér á heklnámskeið eins og ég hef nú áður skrifað um) og skellti ofan á grenilengju. Ég varð auðvitað að draga fram uppskriftina og hekla nýjar bjöllur í hinn gluggann svo að þetta gæti verið í stíl. Ég þurfti reyndar að skipta um seríu þar sem hin var með hvítri snúru en þá var svo svakalega stutt á milli peranna í 10 ljósa seríunum þannig að ég keypti 20 ljósa en setti þá bara bjöllur á aðra hverja peru. Þá fannst mér þessar gömlu vera ekki nógu hvítar eins og nýju bjöllurnar þannig að þá bara varð maður að hekla fleiri bjöllur en ég tók bara Game of Thrones maraþon á meðan :)

Heklaðar bjöllur og greni

Hekluðu bjöllurnar skreyta svo mikið að mér fannst eiginlega ekki pláss fyrir mikið meira en nokkra köngla og pínku pons skraut :)

Glugginn minn

Jól 2014 - báðir gluggarnir

Skellti einni mynd af gluggunum mínum svo að þið sjáið afhverju ég gat ekki verið með "gular" bjöllur öðrum megin en það sást þó meira í dagsbirtunni ;)

Bjöllur:
Garn: Solberg 12/4
Heklunál: 1,75 mm
Uppskrift: https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advtype=59&advid=16385444

Krukkur:
Garn: Satúrnus og Solberg 12/4
Heklunál: 2,5 mm og 1,75 mm
Uppskrift: engin

1 comments:

Áslaug sagði...

Yndislegt allt saman.

Skrifa ummæli