17. febrúar 2011

Prjónaðir ullarsokkar með totuhæl á einn hringprjón

Mín frumraun í að prjóna ullarsokka og líka að prjóna tvo hluti á einn hringprjón. Hér getið þið séð aðferðina en hún er algjör snilld: http://www.youtube.com/watch?v=n1WFCfdNu5g

Ég hefði óskað þess að ég hefði keypt einlitan lopa... finnst litaskiptingin ferlega ljót og því finnst mér sokkarnir ljótir :S... en svo sem vel hægt að nota þá :) Uppskriftin var samt mjög fín og auðveld.

Hérna sjáið þið betri hliðina:


... og svo er verri hliðin hér:



Svo fannst mér þeir vera full stórir á kallinn... kannski er ég bara farin að prjóna svona svakalega laust... en ég skellti þeim bara í þurrkarann eftir þvott og held að þeir passi fínt núna :)

Garn: Álafoss lopi
Prjónar: 5,5 (Ég prjónaði stroffið með 5,0)
Uppskrift: http://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=22929192&advtype=59

0 comments:

Skrifa ummæli