21. febrúar 2011

Prjónamerki

Ég hef aldrei átt nein fín prjónamerki. Ég hef nú bara notað garnspotta sem ég setti hnút á svo að þeir mynduðu lykkju og svo notaði ég öryggisnælu í heklinu þar sem það þarf að vera hægt að opna það... hafði reynt að nota bréfaklemmu en hún datt oft úr  :) Þau gerðu sitt gagn en mér fannst samt garnprjónamerkin detta ansi oft af án þess að ég yrði vör við það... en kannski ér ég bara klaufi :)


Ég var í gær að stytta hálsmen sem ég gerði og fyrst að ég var á annað borð komin með skartgripadraslið á borðið þá var ekki annað hægt að en búa mér til almennileg prjónamerki... amk fallegri :)


Fyrst prufaði ég að gera með grænum perlum... en mér fannst þau ekki vera ég... svo að ég gerði bleik og þau hittu í mark... ég er nú svolítið hrifin af bleiku :) Svo gerði ég eitt opnanlegt sérstaklega fyrir heklið en það er í raun bara eyrnalokkur :)

1 comments:

Dagný Ásta sagði...

Glæsilegt!
Það er líka lúmskt gaman að útbúa prjónamerki... tala nú ekki um þegar nóg er úrvalið af perlunum :-)

Skrifa ummæli