12. mars 2011

Heklað utan um tölur (heklaðir hnappar)

Ég var að hekla ungbarnapeysu (sem kemur vonandi fljótlega inn á bloggið) og var í vandræðum því að ég átti engar fallegar bláar tölur sem mér fannst passa við peysuna. Ákvað ég því að prófa að hekla utan um tölurnar og eftir þrjár tilraunir þá var ég nokkuð sátt. Ætla að deila með ykkur þessari aðferð ef einhver annar lendir í töluvandræðum :)

Heklað utan um tölur

Garn: Kambgarn
Áhöld: heklunál: 2,5 mm, gróf javanál, tölur: 10 mm.

Myndið magic loop en gott er að hafa góðan enda ef sauma á töluna á með garninu. Gerið 2 loftlykkjur (telur sem fyrsti hálfstuðull) og 7 hálfstuðla utan um magic loop.

Heklað utan um tölur - leiðbeiningar í myndum

Samtals 8 hálfstuðlar. Strekkið bandið og tengið með keðjulykkju.


Heklið 2 fastalykkjur í hvern hálfstuðul og tengið með keðjulykkju (1 loftlykkja sem fyrsta fastalykkja). Samtals 16 fastalykkjur.


Þræðið upphafsbandið í gegnum gat á tölunni (passið að strekkja það vel til að loka gatinu í miðjunni)


Gerið keðjulykkju í ca. þriðju hverja fastalykkju. Þrýstið tölunni inn í.


Klippið frá en hafið góðan enda.


Notið javanálina og þræðið endunum yfir á milli lykkja til að loka sem mestu gatinu. 


Þá ætti talan að vera tilbúin til að verða saumuð á :)
Það er örugglega mun flottara að hafa annað hvort fínna garn og nál eða stærri tölur... en ég er amk sátt og finnst þetta bara mun flottara en venjulegar tölur sem passa ekki alveg við peysuna :)

3 comments:

Nafnlaus sagði...

Otrulega flott hja ther og flott sida ;)

Arni Bro

Nafnlaus sagði...

Frábært hjá þér og frábær síða, og takk fyrir leiðbeiningar og uppskriftir

Elín sagði...

Ógislega töff! Er sko alveg að fíla þetta!

Skrifa ummæli