25. mars 2011

Lopapeysa handa Aþenu

Þá er ég búin að prjóna lopapeysu á Aþenu frænku mína og ég held að hún fái bara afmælisgjöfina óvenju snemma í ár :) Er svo byrjuð að prjóna annan Loka á þriðju systurina :)

Þetta er í fyrsta sinn sem ég prjóna úr tvöföldum plötulopa og notaði ég uppskriftina Lopi 120 sem hægt er að nálgast á heimasíðu Ístex. Ég reyndar breytti mynstrinu eins og svo margir en ég eyddi líka svolitlum tíma í að snúa uppskriftinni við og prjónaði ég þessa peysu ofan frá enda finnst mér það eina rétta leiðin við að prjóna lopapeysur... ekkert að lykkja undir höndunum eða neitt ;)

Garn: Tvöfaldur plötulopi og silfurlitaður kortaþráður
Prjónar: 5,5 og 6,5 mm,
Heklunál: 5,5 mm.
Uppskrift: http://www.istex.is/Files/Skra_0037638.pdf

2 comments:

Nafnlaus sagði...

Rosa flott - ég vildi að ég gæti vippað þeim svona yfir og prjónað ofanfrá og niður :)

Nafnlaus sagði...

Æðisleg peysan. Eftir að ég sá síðustu peysu hjá þér (Loka) þá ákvað ég að prófa að prjóna svona "öfugt" og fannst það frábært - sérstaklega því ég er svo léleg að lykkja saman, það kemur aldrei vel út hjá mér ;( en samt verður þetta eitthvað svo gisið hjá mér undir ermunum ... hefur þú einhverja laust við því þannig að þetta gerist ekki við næstu peysu?

Skrifa ummæli