Vonandi klára ég þetta einhvern daginn... ég á reyndar von á frænda eða frænku í haust... og kannski drífur það mig áfram ef þetta verður frænka :)
Garn: Trysil Garn Tuva Helårsgarn
Heklunál: 4 (gömul heklunál frá ömmu... finnst hún vera aðeins stærri en 4,0 mm)
Uppskrift: http://asp.internet.is/starengi114/Johanna/blomateppi.pdf
4 comments:
Vá hvað þetta er fallegt! Mig langar að gera svona, en já ég get sko alveg trúað að þetta taki langan tíma:)
Mig dreymir um að hekla rúmteppi..það verður mitt eilifðarverkefni, er að leita að fullkomnu uppskriftinni og garninu:)
Takk fyrir frábært blogg sem ég rakst á fyrir tilviljun á netflakki, kem pottþétt hingað aftur:)
Takk fyrir það Erla :) Já ég er einmitt alltaf á leiðinni að hekla dúk á borðstofuborðið... er bara svo hrædd við að það yrði annað eilífðarverkefni... kannski verð ég að klára þetta áður ;)
Thetta er ekkert smá flott, væri alveg til í ad gera svona en er ansi hrædd um ad ég myndi ekki klára thad...
Æðislegt teppi. Ég ætla að smella í eitthvað svipað en þó þannig að ég hekli blómin við heildina um leið og ég geri dúlluna, annars sæi ég ekki framá það að klára það nokkurntíman
Skrifa ummæli