13. apríl 2011

Hekluð krukka - taka tvö :)

Ég var ekki lengur alveg sátt við hinar krukkurnar mínar... bæði fannst mér toppurinn vera svo víður og svo voru þær hvítar og mér fannst það bara eitthvað svo svakalega hvítt í dagsbirtu :)  Ég á nú orðið svolítið mikið af krukkum þannig að ég gerði aðra tilraun og ég datt niður á þessa lausn... og ég er líka ekkert smá ánægð með hana... finnst hún svo svakalega sæt og rómó :)

Aðalbreytingin er sú að kanturinn er nettari en ég gerði 5 x hálfstuðla og svo er auðvitað snúran sem strekkir að og puntar helling :) Mig langar að gera úr fínna garni en samt er ég á báðum áttum þar sem ég er svo svakalega hrifin af grófu... langar líka til að prófa að gera úr einbandi... sjáum til hvað verður úr :) Annars er ég að spá í að taka þessa með mér í búðina sem ég er að vinna í núna svo að aðrir geti séð hana :)



Garn: Mandarin Petit
Heklunál: 3,5 mm.

1 comments:

Anna Guðný sagði...

Ekkert smá flott hjá þér.

Skrifa ummæli