25. apríl 2011

Lopapeysa handa mér :)

Þá er loksins peysan mín tilbúin en ég fékk leið á henni í smá tíma þegar ég þurfti að rekja ermina upp til að gera fleiri úrtökur. Ég fór svo í sumarbústað um páskana og það var auðvitað prjónað og prjónað. Ég varð ég að klára hana þar sem ég var komin með lopa í aðra peysu á mig... kemur í ljós hvenær ég klára hana en ég er amk búin með búkinn og er byrjuð á ermunum ;)
Lopapeysan er prjónuð frá hálsi og niður. Prófaði aðeins að breyta í útaukningunni þar sem efsti zikkzakk kanturinn var á ská í Aþenu peysu en er núna beinn. Ég gerði það með því að auka tvisvar út sitt hvoru megin við toppinn.

Garn: Tvöfaldur plötulopi, pallíettuglimmerþráður og silfurlitaður kortaþráður
Prjónar: 5,5 og 6,5 mm,
Heklunál: 5,5 mm.
Uppskrift: http://www.istex.is/Files/Skra_0037638.pdf

0 comments:

Skrifa ummæli