7. apríl 2011

Hekluð ungbarnapeysa og húfa í stíl

Það var lítill sætur prins sem fékk þetta í gær... svo að ég get loksins sett myndir af þessu hérna inn :)


Uppskriftin er úr Prjónablaðinu Ýr nr. 39 en þar var hún úr mun fínna garni. Mig langaði til að hekla úr kambgarninu þar sem ég hef aldrei gert neitt úr því áður og fannst þetta svo æðislega mjúkt garn. Ég þurfti því að aðlaga uppskriftina og úr því varð alltof stór peysa en hún hefði passað á 1-2 ára... og mér fannst það ómögulegt að setja svona stóran strák í svona dúllerí :) Þannig að ég rakti bara þá peysu upp... en mitt mottó er nú bara að ef ég er ekki ánægð þá rek ég bara upp ;)


Húfan er upp úr mér en peysan átti að vera með hettu og ég var ekki alveg að fíla það þannig að úr því varð að ég gerði bara húfu við peysuna... mér finnst notagildið vera mun meira þannig. Húfan er bara upp úr mér en er nú einföld eins og flestar heklaðar húfur og svo gerði ég bara kant á í stíl við peysuna :)


Hekluðu tölurnar mínar voru á þessa peysu en ég var í vandræðum með að finna tölur sem mér fannst tóna vel við peysuna... og úr því varð að ég prófaði að hekla utan um þær... og mér finnst þær æði :)

Á alveg örugglega eftir að gera einhvern tímann aftur svona peysu :)

Garn: Ístex Kambgarn
Heklunál: 4,0 mm
Uppskrift: Prjónablaðið Ýr nr. 39 (aðlöguð og breytt hjá mér og húfan upp úr mér)

0 comments:

Skrifa ummæli